Hrein tækifæri

Straumhvörf í orkumálum

Streymi frá Kaldalóni í Hörpu 18.apríl.

Þér er boðið að fylgjast með fróðlegum erindum og fjörugum umræðum um straumhvörfin í orkumálum.

Við horfum saman til sjálfbærrar framtíðar, spáum í nýsköpun og fáum innblástur til frekari árangurs samfélagsins.

Fram koma:

download.jfif

Neil Harbisson
Framtíðarhugsuður og cyborglistamaður

„Tech for good“
Neil er baráttumaður fyrir transpecies-réttindum og er þekktastur fyrir að vera fyrsti maðurinn í heiminum sem lætur græða loftnet í höfuðkúpuna á sér. Hann er litblindur en skynjar liti með hljóði í gegnum loftnetið.

Neil hefur flutt fjölda fyrirlestra sem veita fólki innblástur um hversu mikilvægt það er að hugsa öðruvísi til að skapa nýjar hugmyndir til betri framtíðar. Lestu meira um Neil Harbisson hér.

Sævar-Freyr---Breyttur-bakgrunnur.jpg

Sævar Freyr Þráinsson
Forstjóri  Orkuveitunnar

„Aflvaki sjálfbærrar framtíðar“
Sævar fjallar um nýjar áherslur í stefnu Orkuveitunnar og hvernig Orkuveitan ætlar að vera aflvaki sjálfbærrar framtíðar.

Hera.jpg

Hera Grímsdóttir
Framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni

„Nýsköpun fyrir sjálfbæra framtíð“
Hera fjallar um nýsköpun fyrir sjálfbæra framtíð og veltir því upp hvað sjálfbær orka mun gera fyrir Ísland. Hún fjallar um nýsköpun, frumkvöðla, orkuöflun og árangur samfélagsins.

Sólrún.jpg

Sólrún Kristjánsdóttir
Framkvæmdastýra Veitna

Sólrún tekur þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt verður um fyrirtæki sem aflvaka sjálfbærrar framtíðar, áskoranir, nýjar hugmyndir og breyttar aðferðir til árangurs samfélagsins.

Árni Hrannar.jpg

Árni Hrannar Haraldsson
Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar

Árni Hrannar tekur þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt verður um fyrirtæki sem aflvaka sjálfbærrar framtíðar, áskoranir, nýjar hugmyndir og breyttar aðferðir til árangurs samfélagsins.

einar ljósleiðari.jpg

Einar Þórarinsson
Framkvæmdastjóri Ljósleiðarans

Einar tekur þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt verður um fyrirtæki sem aflvaka sjálfbærrar framtíðar, áskoranir, nýjar hugmyndir og breyttar aðferðir til árangurs samfélagsins.

Edda.Sif.CEO.Carbfix.jpg

Edda Sif Pind Aradóttir 
Framkvæmdastýra Carbfix

„Frá hugmynd að tæknibyltingu“
Edda Sif segir frá því hvernig lítil hugmynd vex og myndar ný tækifæri til sjálfbærrar framtíðar. Hún fjallar um tækifæri Íslands til að hafa áhrif út fyrir landsteinana með frumkvæði og nýsköpun.

kjartan örn ólafsson.webp

Kjartan Örn Ólafsson
Framkvæmdastjóri Transition Labs

„Svo á jörðu sem á himni“
Kjartan ræðir hversu brýnt það er að endurskoða og endurhugsa nær öll svið atvinnulífsins á komandi 25 árum, og veitir innsýn í samstarf Transition Labs við leiðandi alþjóðleg loftslagsverkefni.

áslaug arna ráðherra.jpg

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Áslaug Arna tekur þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt verður um tækifærin sem felast í straumhvörfunum með áherslu á nýsköpun og framtíðarhugsun.

bjorkuk.JPG

Björk Brynjarsdóttir
Frumkvöðull og stofnandi fyrirtækisins Melta

Björk tekur þátt í pallborðsumræðum þar sem rætt verður um tækifærin sem felast í straumhvörfunum með áherslu á nýsköpun og framtíðarhugsun.

Melta er closed-loop hringrásarkerfi fyrir dreifbýl sveitarfélög sem felst í stuttu máli í því að brugga næringarríkan áburð – Meltu – úr lífrænum heimilisúrgangi.

einar borgarstjóri.jpg

Einar Þorsteinsson
Borgarstjóri Reykjavíkur

Einar stýrir pallborðsumræðum þar sem ræddar verða nýjar hugmyndir og breyttar aðferðir til frekari árangurs, ásamt nýsköpun í straumhvörfunum.

Rún.png

Rún Ingvarsdóttir
Samskiptastýra Veitna

Rún er fundarstjóri viðburðarins.

Um Straumhvörfin

Orkuskiptin eru eitt allra stærsta og mikilvægasta verkefni í sögu mannkyns.

Það er bæði flókið og svo er mikil tímapressa. En hugtakið orkuskipti lýsir ekki nægjanlega vel þeim tækifærum sem við sem samfélag búum yfir. Þetta snýst um að breyta framleiðsluaðferðum, samgöngum, almennum lifnaðarháttum og finna nýjar leiðir til að hreyfa samfélög áfram til meiri árangurs – í sátt við náttúruna.

Við erum ekki aðeins að skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir sjálfbæra orkugjafa, heldur verða til afleiddar afurðir, ný viðskiptatækifæri og bætt orkunýting. Þannig verða til ný fyrirtæki og störf sem auka hagvöxt og samkeppnishæfni okkar sem þjóðar.

Það má því kalla þetta straumhvörfin en ekki orkuskiptin. Það nær betur að fanga þá byltingu og margfeldisáhrif sem við Íslendingar getum uppskorið.

Lestu meira um Orkuveituna hér.

Hrein tækifæri

Það eru hrein tækifæri í orkuskiptunum. Fyrir umhverfið, atvinnulífið, fjármálalífið, mannlífið, ímynd Íslands og allt samfélagið.

Orkuveitan er aflvaki sjálfbærrar framtíðar.