19. sep 2024
OrkuveitanArctic Circle þingið er stærsta samkoma um málefni norðurslóða og er haldin árlega hér á Íslandi. Á þinginu koma saman þjóðarleiðtogar, stjórnvöld, samtök, stjórnendur fyrirtækja, háskólar, umhverfissamtök og mörg fleiri til að ræða umhverfismálefni norðurslóða. Yfir 2000 þátttakendur frá fleiri en 60 löndum sækja þingið sem haldið er í Hörpu í október.
Í ár mun Orkuveitan taka þátt í ráðstefnunni sem samstarfsaðili Arctic Circle og verður með málstofu undir heitinu „Clear Opportunities: The Shift that lies ahead“.
Í framtíðarsýn og stefnu Orkuveitunnar er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, samstarf og framtíðarhugsun með hag viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi. Með því að nýta orku náttúrunnar, skapandi orku mannlífsins og frumkvöðlaorku starfseminnar skipar Orkuveitan sér í fremstu röð við að knýja áfram samfélög með sjálfbærum hætti.
Sem aflvaki sjálfbærrar framtíðar skapar Orkuveitan þannig gríðarleg tækifæri á leið í átt að sjálfbærri framtíð. Til dæmis með nýsköpun og nýrri starfsemi. Þannig tökum við forystu í baráttunni gegn loftslágsvánni og í því felast hrein tækifæri fyrir okkur öll.
Á málstofu okkar á Arctic Circle munum við fara yfir þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum – sem við teljum þó réttara að kalla straumhvörfin, því það nær betur að fanga þá byltingu og margfeldisáhrif sem við Íslendingar getum uppskorið. Straumhvörfin snúa ekki aðeins að því skipta jarðefnaeldsneyti út fyrir sjálfbæra orkugjafa, heldur að skapa afleiddar afurðir, ný viðskiptatækifæri og bætta orkunýtingu. Þannig verða til ný fyrirtæki og störf sem auka hagvöxt og samkeppnishæfni okkar sem þjóðar.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, heldur opnunarerindi málstofunnar og í pallborðsumræðunum sem á eftir koma munu Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og Nýsköpunar hjá Orkuveitunni, Helga Kristín Jónsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Jarðhitagarðs Orku Náttúrunnar, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix taka þátt, ásamt Hjalta Páli Ingólfssyni, framkvæmdastjóra GEORG Geothermal Research Cluster, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Hér er hægt að lesa meira um málstofuna og þátttakendur í pallborðsumræðunum.
Við hlökkum til að ræða með ykkur þau tækifæri sem felast í orkuskiptunum og vegferð okkar að sjálfbærri framtíð.
Málstofa Orkuveitunnar verður haldin föstudaginn 18.október í Hörpu kl. 17.00.