16. okt 2025
Orkuveitan
Hjá Orkuveitunni leitum við stöðugt nýrra leiða til að draga úr matarsóun og fara betur með hráefni. Þessi vinna snýst ekki eingöngu um praktískar lausnir heldur einnig um að efla fagmennsku, tryggja jafnrétti og skapa jákvætt vinnuumhverfi. Með því að draga úr sóun byggjum við upp vinnustað sem einkennist af virðingu, jöfnum tækifærum og samfélagslegri ábyrgð.
Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að vigta þann mat sem starfsfólk hendir af diskunum sínum sem hefur leitt til hefur aukinnar vitundar meðal fólks. Góðu fréttirnar eru þær að flest starfsfólk eru orðið meðvitað og taka ekki meira á diskinn sinn en þeir borða. Nú beinum við sjónum inn á við og leitum tækifæra í okkar eigin starfsemi.
Við höfum greint fjóra meginþætti þar sem matarsóun á sér stað:
Það eru mörg tækifæri til að draga úr afskurði og bæta nýtingu hráefna. Gott dæmi er vatnsmelónan; með því að kaupa stórar vatnsmelónur í stað millistórra næst allt að 10% betri nýting. Hvítur fiskur eins og þorskur og ýsa er líka gott dæmi hvernig má mæta nýtingu, með því að salta fiskinn (pækil söltun) fyrir eldun bindum við vökvann í fiskinum og hann verður safaríkari og rýrnar mun minna í eldun en ella og þá erum við að nýta hráefnið betur.
Við höfum einnig innleitt þá reglu að skera steikina jafnóðum fyrir gestina, en þannig minnkum við sóun kjöts um allt að 20%, auk þess sem afgangarnir geymast betur og eru nýttir með betri hætti. Þá vinnum við að því að ná betri yfirsýn yfir fjölda gesta sem koma í mat hverju sinni. Með nákvæmari upplýsingum getum við betur áætlað hráefnismagn og minnkað afgangana enn frekar.
Við höfum skipulagt vinnuumhverfi okkar þannig að stærstur hluti vinnutímans fari í sjálfa eldamennskuna fremur en aukaverk. Þetta minnkar stress og fækkar mistökum við matseld. Hlutföllin hafa nú þegar breyst úr því að aðeins 20% vinnunnar fóru í matseld en 80% í annað, í að nú fara rúmlega 40% tímans í matseld. Langtímamarkmið okkar er að þetta hlutfall fari yfir 50%.