16. okt 2025
Orkuveitan
Á dögunum hélt COMPASS-verkefnið sem Orkuveitan og Orka náttúrunnar eru hluti af glæsilegan lokaviðburð samhliða Evrópsku jarðhitaráðstefnunni EGC 2025 í Zurich í Sviss.
Þar komu saman samstarfsaðilar, vísindamenn og hagsmunaaðilar til að fagna nýsköpun og samstarfi í djúpum jarðhitalausnum.
Á síðustu þremur árum hefur COMPASS undir stjórn okkar glímt við þær áskoranir sem felast í jarðhitaleit í ofurdjúpum jarðlögum. Má þar nefna þróun í átt að pípum sem þola vel svokallaða tæringu, prófunum á sveigjanlegu steypuefni og þrýstilosunartækni sem mun ryðja brautina fyrir endingarbetri og skilvirkari jarðhitaholur út um allan heim.
Viðburðurinn var hugsaður bæði til þess að fagna ákveðnum áföngum í verkefninu en líkta sem vettvangur til að ræða hvernig niðurstöður COMPASS geta nýst í framtíðarþróun jarðhita.
COMPASS verkefninu lýkur í þessum mánuði, og samstarfsaðilar horfa nú fram á að auka áhrif þess, miðla þekkingu til jarðhitasamfélagsins og styrkja leiðandi stöðu Evrópu í sjálfbærri nýtingu á ofurheitum jarðvarma.
COMPASS-verkefnið hefur hlotið styrk frá rannsóknar- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Horizon Europe, samkvæmt styrktarsamningi nr. 101084623.
Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér: