19. maí 2025
OrkuveitanFyrir helgi fór fram árleg úthlutun styrkja úr VOR – Vísinda- og frumkvöðlasjóði Orkuveitunnar – við hátíðlega athöfn í Elliðaárstöð. Þar komu saman fjölbreyttur hópur úr háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og frumkvöðlar sem öll eiga það sameiginlegt að vinna að sjálfbærri framtíð í orku- og umhverfismálum.
Alls bárust 138 umsóknir að þessu sinni og var sótt um yfir 500 milljónir króna. 33 styrkjum var úthlutað að heildarupphæð rúmlega 106 milljónir króna – þar af 13 námsstyrkir og 20 verkefnastyrkir. Þetta er mikil aukning frá fyrra ári og sýnir vel þann kraft og áhuga sem ríkir á þessu sviði.
„Orkuveitan hefur það hlutverk að styðja við vaxandi samfélag og sjálfbæra þróun, og með VOR sjóðnum viljum við búa til farveg fyrir góðar hugmyndir sem hafa áhrif,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar og formaður stjórnar sjóðsins, við upphaf athafnarinnar. „Við leggjum ríka áherslu á að efla rannsóknir og frumkvöðlastarf sem stuðlar að orkuskiptum og bættri nýtingu náttúruauðlinda.“
Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitunni og stjórnarmaður í sjóðnum, kynnti styrkþega við afhendinguna. Hún vakti athygli á fjölbreytileika verkefnanna, þeirri miklu aukningu sem orðið hefur í umsóknum og sagði jafnframt að með VOR Vísinda og frumkvöðla sjóðnum sé Orkuveitan svo sannarlega að sinna hlutverki sínu sem aflvaki sjálfbærrar framtíðar.
Meðal verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni má nefna verkefni er snúa að nýtingu jarðhita, kolefnisbindingu, vetnisframleiðslu, sjálfbæra svepparæktun og sólarorkunýtingu á húsþökum.
Stjórn sjóðsins skipa:
Formaður fagráðs sjóðsins er Arna Pálsdóttir.
Úthlutunin fór fram í Elliðaárstöð – sögulegum stað í orkusögu okkar Íslendinga sem nú þjónar nýjum tilgangi sem vettvangur nýsköpunar og hugmynda. Í lok athafnar var tekin hópmynd af styrkþegum og stjórn sjóðsins fyrir framan Gufuborinn Dofra.
Yfirlit yfir þau verkefni og fólkið á bak við þau sem hlutu styrk að þessu sinni má finna inn hér að neðan.
Námsstyrkir
Adam Erik Bauer hlýtur 3.000.000 kr. styrk fyrir doktorsverkefnið sitt, Viðvörunarkerfi fyrir fíkniefnatengdar hættur á Íslandi: Greining fjölþættra sýna með LC-MS aðferðum.
Anna Kristín Einarsdóttir hlýtur 3.000.000kr. styrk fyrir doktorsverkefnið sitt, Energy sufficient Lifestyles in Iceland.
Christine Groves hlýtur 1.000.000 kr. styrk fyrir meistaraverkefnið sitt, Numerical Modelling of a Supersonic Ejector for Geothermal Applications
Daniel Andres Duque hlýtur 500.000 kr. styrk fyrir meistaraverkefni sitt, The mobility of trace metals upon CCS. An experimental study of CO2 injection at ambient temperature using freshwater and seawater.
Daniel Anthony Circaula hlýtur 1.500.000 kr. styrk fyrir doktorsverkefni sitt, Integrated geophysical and geochemical techniques to monitor H2S mineral storage at the Nesjavellir geothermal site, Iceland.
Daníel Pétursson hlýtur 460.000 kr. Styrk fyrir meistaraverkefnið sitt, A field, petrological and geochemical study of mineralization in lava flows at Straumsvik, Iceland.
Erlingur Guðleifsson hlýtur 3.000.000 kr. styrk fyrir doktorsverkefnið sitt, Leið Íslands að þekkingarstýrðu hagkerfi innan jarðhita geirans: Áhrif á norðurslóðir og á heimsvísu.
Lieke Ponsioen hlýtur 3.000.00 kr. styrk fyrir doktorsverkefnið sitt, The impact of Nesjavellir wastewater disposal on Arctic charr behaviour in Þingvallavatn.
Maren Peterson hlýtur 800.000 kr. styrk fyrir meistaraverkefnið sitt, Net Metering and Utility Viability in the Arctic: Insights from Alaska's Railbelt.
Najmeh hlýtur 1.000.000 kr. Styrk fyrir meistaraverkefni sitt, Peer-to-Peer Energy Management System.
Nína Lea Z. Jónsdóttir hlýtur 1.000.000 kr. styrk fyrir meistaraverkefnið sitt, Aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum með snjallnets stýringu.
Petra Toneva hlýtur 1.000.000 kr. styrk fyrir meistaraverkefni sitt, Wetlands in Europe: A review and comparative analysis of spatial and nutrient cycling data.
Ximena Guardia Muguruza hlýtur 3.000.000 kr. styrk fyrir doktorsverkefnið sitt, Experimental validation of a supersonic ejector for connecting high and low-pressure geothermal wells.
Verkefnastyrkir
Angel Ruiz- Angulo hlýtur 1.700.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Circulation and dispersion model for lake Þingvallavatn.
Birtuorka ehf. hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Kortlagning og mat á mögulegum ávinningi af orkuöflun á húsþökum í eigu Reykjavíkurborgar.
Gerosion ehf. hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Varnarfóðring fyrir Háhita- og Djúpborunarholur.
Gerosion ehf hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Efnisrannsóknir og líkanagerð jarðhitaborholufóðringa KMT í tærandi jarðhitaumhverfi.
Gregory P. De Pascale hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Fault rupture hazard assessment using fault trenching for Reykjavik Energy's existing and planned critical pipeline infrastructure.
GrænVetni hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Græn vetnis- og brennisteinsframleiðsla.
Háskóli Íslands hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, JustWind
Háskólinn í Reykjavík hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Rannsóknastofa í Jarðhita – Raunmælingar á afköstum jarðhitavökva.
Háskólinn í Reykjavík hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, JARÐLJÓS - Jarðhitaleit með ljósleiðaratækni.
Hringvarmi ehf. hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Hringvarmi: Developing a sustainable supply chain for the Icelandic circular economy.
Hrund Andradóttir hlýtur 4.800.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Kolefnisbinding blágrænna ofanvatnslausna í Reykjavík.
Hugmyndasmiðir hljóta 1.700.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Elliðaárstöð verður hugmyndastöð 2.0.
IceWind ehf. hlýtur 4.600.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Vindorka fyrir Dælustöðvar.
ÍSOR hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Notkun jarðsjár (GPR) til kortlagningar á vatnsveitandi jarðhitasprungum.
Landbúnaðarháskóli Íslands hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Jöfnuður gróðurhúsalofttegunda á framræstu ræktalandi á Vesturlandi.
Laxfiskar hlýtur 2.250.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Göngur og gönguhegðun lax og sjóbirtings í Elliðaánum 2011-2025.
Samuel Warren Scott hlýtur 2.500.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Contrasting cooling dynamics in two Icelandic low-temperature geothermal systems: Laugarnes and Elliðaárdalur.
Sigurbjörn Már Aðalsteinsson hlýtur 2.020.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Smáskala hreinsun lífmetans.
Sonomicrolabs ehf. hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, Utanáliggjandi rennslismælingar með hlutanetstengingu.
Svepparíkið ehf. hlýtur 5.000.000 kr. styrk fyrir verkefnið, True Fungi System: Byltingarkennt kolefnisneikvætt svepparæktunarkerfi.