27. maí 2025
Orkuveitan
Þann 23. maí tók Orkuveitan og dótturfélög á móti 200 stelpum og stálpum í 9. bekk í Elliðaárstöð sem hluta af alþjóðlega verkefninu Girls in ICT sem Háskólinn í Reykjavík heldur utan um á Íslandi. Viðburðurinn Stelpur, stálp og tækni hefur það að markmiði að auka áhuga ungra kvenna og kvára á tæknigreinum. Við hjá Orkuveitunni og dótturfélögum kynntum auk þess iðngreinar og framtíðarstörf innan orkugeirans.
Gestunum bauðst upp á líflega orkuhringekju þar sem þau fengu að upplifa:
Frábærar fyrirmyndir úr orku- og tæknigeiranum stýrðu stöðvunum, og Frumkvöðlasetur Orkuveitunnar leiddi skipulagningu í samstarfi við fjölbreytt teymi úr fyrirtækinu.
Fjölmörg fyrirtæki tóku á móti gestum þennan dag en Orkuveitan sem er leiðandi í vísindamiðlun, tók á móti langflestum gestum. Stelpur, stálp og tækni hjá Orkuveitunni er hluti af verkefninu Iðnir og tækni sem hefur unnið að því að auka áhuga á iðn og tæknigreinum frá árinu 2015. Með þátttökunni styður fyrirtækið á einstakan hátt að því að auka aðsókn kvenna og kvára að tæknigreinum og vinnur gegn staðalmyndum.
Að taka á móti 200 fimmtán ára stelpum og stálpum og sýna þeim að þau geti unnið í orkugeiranum er ekki bara fræðsla — það er framtíðarsýn í framkvæmd. Þetta er mikilvægt framlag í að byggja upp fjölbreyttan hóp framtíðar starfsfólks þar sem kraftar og hæfileikar allra eru virkjaðir til að móta sjálfbært samfélag.
Orkan í framtíðinni kemur ekki bara úr jörðinni,
-hún kemur frá fólki með hugmyndir.
Fólki eins og þér.