Strákar og stálp í háskóla — innblástur fyrir framtíðina

5. jún 2025

Orkuveitan

Í gær tók Orkuveitan og dótturfélög: Orka náttúrunnar, Veitur, Ljósleiðarinn og Carbfix, auk Jarðhitasýningarinnar og Elliðaárstöðvar, á móti stórskemmtilegum hópi af strákum og stálpum úr 9. bekk á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta skipti á viðburðinum Strákar og stálp í háskóla. Dagurinn var fullur af fræðslu, spjalli og innblæstri frá háskólakennurum, nemendum og atvinnulífinu.

Markmiðið var meðal annars að vekja athygli á þeim fjölbreyttu möguleikum sem háskólanám býður upp á, og að bregðast við þeirri þróun að færri strákar sæki sér menntun á háskólastigi. Við þökkum öllum sem komu og hlökkum til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessum flottu krökkum!