Sumarstarfsfólk Orkuveitunnar segir frá

2. sep 2024

Orkuveitan

Orkuveitan og dótturfélögin fengu til sín frábæran liðsauka yfir sumarmánuðina. Sumarstarfsfólkið okkar í ár sinnti ýmsum störfum innan Orkuveitunnar og dótturfélaganna á borð við landgræðslu, þjónusturáðgjöf, stafræna þróun og margt margt fleira.

Nú á dögunum kvöddum við þetta einstaklega hæfileikaríka sumarfólk okkar með heljarinnar veislu í Elliðaárstöð. Af því tilefni voru nokkur þeirra spurð út í hvernig sumarið hefði verið, hvaða verkefnum þau hefðu sinnt og hvort þau myndu mæla með vinnustaðnum okkar.

Við þökkum sumarstarfsfólkinu okkar kærlega fyrir vel unnin sumarstörf.