Vel heppnaður íbúafundur um Elliðaárdal

23. maí 2024

Orkuveitan
© Gunnar Hersveinn

Orkuveitan og Reykjavíkurborg héldu vel heppnaðan íbúafund um framtíð Elliðaárdalsins Á Bistró í dalnum í gær. Vel var mætt á fundinn þar sem Eiríkur Hjálmarsson sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar og Hrönn Valdimarsdóttir verkefnastjóri á skipulagssviði Reykjavíkurborgar fóru yfir málin.

Gunnar Hersveinn upplýsingafulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs stýrði fundinum.

Hér er hægt að nálgast kynningar af fundinum og auk upplýsinga um niðurlagningu Elliðaárvirkjunnar.