Hringiðuhádegi er hádegisviðburður þar sem sprotafyrirtækin, sem taka þátt í Hringiðu 2024, halda örkynningu um verkefnin sín. Hringiða er viðskiptahraðall með það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni á frumstigi, sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfis og sjálfbærni.
Orkuveitan er einn af bakhjörlum hraðalsins og við erum svo heppin að teymin sem taka þátt í Hringiðu vorið 2024 munu koma til okkar á Á Bístró í Elliðaárstöð og kynna viðskiptahugmyndirnar sínar í hádeginu þann 17. apríl. Að kynningunum loknum verður boðið upp á súpu og spjall við frumkvöðlana. Endilega mætið og kynnist nýsköpun sem Orkuveitan styður við.
Fylla þarf út
Fylla þarf út
Það eru níu sprotafyrirtæki sem taka þátt í Hringiðu 2024, þau eru: