11. mar 2025
OrkuveitanLeiðrétting:
Áritun endurskoðanda, sem er viðfest framvinduskýrslunni, var ranglega dagsett. Því hefur viðhengið verið uppfært.
------
Orkuveita Reykjavíkur (Orkuveitan) hefur gefið út viðfesta Áhrifaskýrslu grænnar fjármögnunar 2024 (Reykjavík Energy Green Finance Impact Report 2024 – Audited) með áritun löggiltra endurskoðenda fyrirtækisins. Skýrslan er á ensku.
Skýrslan er gefin út í samræmi við Grænan fjármögnunarramma Orkuveitunnar, sem gefinn var út 30. október 2024 og hlaut einkunnina „Dökkgrænn“ hjá matsfyrirtækinu S&P Global. Í henni er gerð grein fyrir ráðstöfun andvirðis græns lánsfjármagns á árinu 2024. Samtals nam það 31,3 milljörðum króna.
„Allt frá því Orkuveitan reið á vaðið í grænni fjármögnun hér á landi, árið 2019, hefur fyrirtækið notið hagstæðari kjara en ella. Nú er fyrirtækið öflugasti útgefandi grænna skuldabréf á Íslandi. Það orðspor sem okkur hefur tekist að byggja upp mun gagnast okkur vel í þeim metnaðarfullu, grænu verkefnum sem framundan eru í orkuöflun, veiturekstri og kolefnisbindingu,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar.
Tengiliður:
Snorri Hafsteinn Þorkelsson
framkvæmdastjóri fjármála
snorri.hafsteinn.thorkelsson@orkuveitan.is
Viðhengi