Ábyrg auðlindanýting Orkuveitunnar á Arctic Circle
Orkuveitan er einn styrktaraðila Arctic Circle þingsins í ár, en Arctic Circle þingið er eitt af stærstu alþjóðlegu samkomum heims sem fjallar um málefni norðurslóða. Þingið sækja sérfræðinga, leiðtogar, vísindafólk, umhverfissérfræðingar og aðrir fulltrúa frá ólíkum geirum og löndum, til að ræða þau mál sem snerta svæði norðurslóða.
Í ár mun Hera Grímsdóttir, Framkvæmdastýra Rannsókna og Nýsköpunar Orkuveitunnar, taka þátt í málstofu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem ber heitið Superhot Summit. Þar mun Hera fjalla um íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP), en það er verkefni á sviði jarðhitanýtingar sem miðar að því að efla þekkingu á eðli háhitasvæða. Í verkefninu felst að bora jarðhitaholur niður á meira dýpi en tíðkast í hefðbundinni jarðhitanýtingu, með það fyrir augum að dýpka þekkingu á jarðhitanum og kanna hvort hægt sé að stækka vinnslusvæði jarðhita niður á við. Lítið er vitað með vissu um rætur jarðhitakerfa en þekking á þeim getur eflt sjálfbærni jarðhitanýtingar og aukið orkuöryggi til lengri tíma.
Djúpborun er eitt þeirra tækifæra sem við höfum til þess að nýta auðlindir okkar enn betur, og skapa með því verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Með djúpborun má finna töluvert heitara vatn og þar með nýta betur þau jarðhitasvæði sem þegar eru til staðar. Árangur í djúpborun getur þannig haft afgerandi áhrif á nýtingu jarðvarma, bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi.
Við hlökkum til að taka þátt í Arctic Circle og vonumst til að sjá ykkur á málstofunni, föstudaginn 17.október kl. 15:55.