Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2024

22. okt 2024

Orkuveitan

Orkuveitan hlaut viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2024, samkvæmt lista frá Keldunni og Viðskiptablaðinu. Þessi viðurkenning er veitt fyrirtækjum sem ná framúrskarandi árangri í rekstri og er Orkuveitan í hópi opinberra fyrirtækja og sjálfseignarstofnana sem uppfylla ströng skilyrði.

Til að hljóta þennan heiður þurfa fyrirtæki að sýna jákvæða rekstrarniðurstöðu, hafa tekjur yfir 45 milljónir króna, eignir yfir 80 milljónir króna og eiginfjárhlutfall yfir 20%. Aðrir þættir eins og skil á ársreikningum og rekstrarform eru einnig metnir.

Ásamt Orkuveitunni eru einnig dótturfélögin Veitur og Orka náttúrunnar á þessum lista. Þetta endurspeglar stöðugt og árangursríkt starf þeirra sem hluti af stærri heild.

Við hjá Orkuveitunni erum stolt af því að vera hluti af þessum hópi og lítum á þessa viðurkenningu sem staðfestingu á árangri okkar og viðskiptavina okkar. Árangur þeirra er okkar eigin árangur. Það er afar mikilvægt að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast til að efla orkuöflun og orkunýtni með framtíðina í huga. Öflugur og traustur rekstur er forsenda þess að við getum náð markmiðum okkar.. Með því getum við haldið áfram að skapa sterkan grunn fyrir framtíðarverkefni sem munu hafa jákvæð áhrif á okkur öll