Orkuveitan, Veitur og Carbfix hljóta Jafnvægisvogina 2024

11. okt 2024

Orkuveitan

Í gær var viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2024 haldin hátíðleg. Við erum virkilega stolt að segja frá því að í ár voru Orkuveitan, Veitur og Carbfix meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu Jafnvægisvogina 2024 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórnum fyrirtækjanna.

Jafnvægisvogin, sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) hefur það að markmiði að virkja sem flest íslensk fyrirtæki til að stefna að því að ná 40/60 kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn og viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki þar sem 40% stjórnenda eru kvenkyns.

Orkuveitan leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsfólks fyrirtækisins meðal annars með því að vinna markvisst að því að ná jafnvægi og fjölbreytni í kynjahlutfalli framkvæmdastjórna og á vinnustaðnum í heild sinni. Við erum stolt af því að fá þessa viðurkenningu og vera hluti af þeim flottu fyrirtækjum sem hafa náð sama árangri.

Hér má lesa meira um Jafnvægisvogina.

BBB5A87ACBB3092B35136AFBEA93780628ED59B078AE35D5EB918DBCCABA5E12.jpg