13. ágúst 2025

Vesturhús tekið í notkun

Loading...

Nú um mánaðarmótin voru fyrstu rýmin í Vesturhúsi Orkuveitunnar að Bæjarhálsi tekin í notkun eftir breytingar. Engin starfsemi hefur verið í hluti húsnæðis Orkuveitunnar eftir að mygla kom þar upp. Við tóku endurbætur á húsnæðinu sem nú er lokið tæpum 10 árum eftir að myglunnar varð fyrst vart.

Óhætt er að segja að verkefnið hafi verið mikil áskorun enda kom í ljós galli í útveggjum hússins og ljóst að veggina þurfti að fjarlægja. Það var gert, nýir settir í staðinn og allar 6 hæðir þess voru endurskipulagðar og innréttaðar að nýju.

Heildarkostnaður framkvæmdanna er xxxxxx sem er xx% undir upphaflegri áætlun verkefnisins.

Grettir Haraldsson hefur stýrt verkefninu fyrir hönd Orkuveitunnar frá árinu 2016.

„Fyrir mig persónulega er afar ánægjulegt að sjá verkefnið loksins vera að klárast og að við séum innan upphaflegrar áætlunnar. Þetta eru auðvitað háar upphæðir í heildina en verkefnið er líka stórt og flókið. Eins og við vitum getur ýmislegt komið upp í svona flóknu verkefni sem er í gangi yfir svo langt tímabil og því er ég afar ánægður með að kostnaðaráætlunin skuli nokkurnveginn standast. Upphaflega ætluðum við að flytja inn um mánaðarmótin 2024-2025 þannig við erum 9 mánuðum á eftir því markmiði. Það verður að teljast nokkuð gott líka held ég,“ segir Grettir.

Tekist að skapa heilnæman og góðan vinnustað

Hann segir verkefnið einstakt enda flókið að skipta um útveggi á svo stórri byggingu. „Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem hefur komið að þessu og ég er ánægður með niðurstöðuna. Markmiðið var að laga gallaða húsið og skapa heilnæman og góðan vinnustað sem fólki líður vel á. Það hefur tekist.“

Grettir segir eina helstu áskorunina hafa verið að blanda saman framkvæmdasvæði þar sem verið var að hífa stálbita, kjarnabora og framkvæma allskyns hávaða á sama tíma og skrifstofufólk var við vinnu.

„Starfsfólk Orkuveitnnar fór ekki neitt. Það var bara ennþá hinum megin við vegginn að vinna sína vinnu. Þetta hefur allt saman gengið framar vonum og fólk hefur sýnt mikla þolinmæði.“

Stefnt er að því að allt starfsfólk Orkuveitunnar verði komið í Vesturhúsið í næsta mánuði en hluti starfseminnar verður áfram í austurhúsi.

Frábær vinnustaður verður enn betri

„Þetta er verkefni sem var löngu hafið áður en ég kem hingað en það hefur verið gaman að fylgjast með hversu vel þetta hefur gengið síðan ég kom inn. Það er vel gert að halda verkefninu innan upphaflegrar kostnaðaráætlunnar og margir aðilar sem eiga hrós skilið þar. Forveri minn í starfi á sérstakt hrós skilið og allt það fólk sem hefur lagt mikið púður í að klára þetta stóra verkefni, þá sérstaklega Ístak og undirverktakar þeirra,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar.

„Við erum komin með frábær ný skrifstofurými í höfuðstöðvum okkar. Þó kostnaðurinn sé auðvitað mikill erum við með í höndunum frábæran vinnustað og mun betri nýtingu en var á gamla húsnæðinu. Það hefur tekist afar vel til að hanna eftirsóknarverðan vinnustað og þó leiðin hafi verið löng og á köflum erfið er óhætt að segja að niðurstaðan sé hin glæsilegasta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessar breytingar muni gera frábæran vinnustað enn betri.“