Landgræðsla

Orkuveitan og dótturfyrirtækin hafa umsjón með um 19.000 hekturum lands sem fyrirtækin hafa eignast til að fá afnot af auðlindum sem þar er að finna; jarðhita eða neysluvatni. Svæðin eru almenningi aðgengileg eins og kostur er og áhersla lögð á góða umgengni og vandaðan frágang eftir framkvæmdir á svæðunum.

Samhliða nýtingu auðlindanna hefur Orkuveitan og forverar fyrirtækisins unnið að landbótum. Skógrækt var lengi umfangsmikil, þar sem Elliðaárdalurinn og Öskjuhlíð eru áberandi dæmi.

Á helstu útivistarsvæðunum, í Heiðmörk og á Hengilssvæðinu, er stöðugt unnið að viðhaldi göngustíga og endurbótum merkinga fyrir ferðafólk. Í vaxandi mæli er sá gróður sem fyrir er tekinn til hliðar við framkvæmdir og hann nýttur til að endurheimta fyrri gróðurþekju.

Uppgræðsla á stígum - fyrir og eftir

Hér er unnið að umbótum á göngustíg á Hengilssvæðinu. Samanlögð lengd stíganna þar er um 110 kílómetrar.

landgraedsla-fyrir-og-eftir.jpg

Hér sést hvernig rask eftir framkvæmdir hefur verið bætt með staðargróðri. Nánar á vef Orku náttúrunnar.

Stígar á Hengilssvæðinu

Hér má sjá nokkrar fyrir og eftir myndir frá umbótum og lagningu göngustíga á Hengilssvæðinu.