Um vinnustaðinn

Sumar 01 Grasbakki og vatn.jpg
Hvetjandi starfsumhverfi

Við leggjum áherslu á að starfsfólki líði vel og fái tækifæri til að vaxa, bæði í vinnu og einkalífi. Það er okkur því mikilvægt að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi svo að starfsfólk Orkuveitunnar geti verið drifkraftur jákvæðra breytinga.

Saman náum við árangri
Fjölbreytt liðsheild

Við erum forystuafl fjölbreytileika og myndum teymi með ólíkan bakgrunn og hæfni.

Sveigjanleiki

Við sköpum aðstæður til að samræma kröfur vinnu og einkalífs.

Skilvirk og snjöll

Við erum kvik og lærdómsfús og óhrædd við að prófa nýja hluti.

Framsýn forysta

Við sýnum frumkvæði, ábyrgð og forystu með forvitni og nýsköpun sem drifkraft.

Jafnrétti

Við tryggjum jöfn tækifæri einstaklinga og gætum jafnréttis í öllu okkar starfi.

Heilsuefling

Við sköpum vinnuumhverfi sem stuðlar að góðri heilsu og vellíðan.

Öryggi

Við erum öruggur og inngildandi vinnustaður þar sem öryggi er ávallt í forgrunni í okkar verkefnum.

Sjálfbærni

Við sýnum umhverfinu, auðlindum og samfélaginu virðingu.

Vinnustaðurinn okkar

Orkuveitan er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix. Við styðjum vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar.

Gildin okkar

Gildi lárétt.png

  • Frumkvæði endurspeglar skuldbindingu okkar til að knýja fram jákvæðar breytingar.
  • Framsýni snýr einkum að hlutverki Orkuveitunnar þar sem veiturekstur er í eðli sínu viðfangsefni til afar langs tíma og þarfir íbúanna fyrir þjónustu veitufyrirtækja úreldast ekki.
  • Hagsýni er boðorð hagkvæms reksturs frá degi til dags þannig að viðskiptavinir fái skilgreinda þjónustu á sanngjörnu verði.
  • Heiðarleiki snýr að því hvernig starfsfólk kemur fram við viðskiptavini og hvert við annað, hvernig það starfar og tryggir gegnsæi í rekstrinum.

Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar

Hjá Orkuveitunni starfar árangursmiðuð liðsheild sem leggur áherslu á sjálfbærar lausnir fyrir viðskiptavini og samfélagið í heild.  Hér starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga sem vinnur saman að því að mæta áskorunum framtíðarinnar með nýsköpun í orku, veitustarfsemi, háhraðatengingum og kolefnisbindingu.
Orkuveitan er heilsueflandi vinnustaður sem hefur það markmið að skapa vinnuumhverfi sem stuðlar að góðri heilsu og vellíðan starfsfólks.

Hylur

Líflegt kaffihús og mötneyti með hollum mat í hádeginu.

Bræðslan

Hvíldarherbergi og fullbúinn líkamsræktarsalur til afnota fyrir starfsfólk.

Hjólageymsla

Læst geymsla fyrir reiðhjól ásamt búningsklefa og þurrkherbergi.

Hleðslustöðvar

Fjöldi hleðslustöðva til að hlaða bílinn á vinnutíma.

Starfsfólk Orkuveitunnar

Hjá Orkuveitunni starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka menntun og bakgrunn. Við leggjum mikla áherslu á teymisvinnu og trúum því að besti árangurinn náist þegar einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn skapa sterka liðsheild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum.

Komdu og vertu með

Við leitum að fólki sem deilir okkar sýn og vill taka þátt í að byggja upp samfélag framtíðarinnar. Ef þú vilt taka þátt í krefjandi og spennandi verkefnum þar sem frumkvæði og nýsköpun eru í fyrirrúmi, þá viljum við heyra frá þér.

Störf í boði.