Orkuveitan og dótturfélög hafa innleitt stjórnunarkerfi í samræmi við alþjóðlega staðla og kröfur löggjafans. Reglulega er virkni kerfanna sannprófuð með úttektum af óháðum faggiltum aðilum.
ISO 9001 - Alþjóðlegur gæðastjórnunarstaðall
OR samstæðan hefur innleitt gæðastjórnunarkerfi sem tekur á öllum þáttum starfsemi samstæðunnar. Gæðastjórnunarkerfið er vottað af faggiltum úttektaraðilum og er virkni þess staðfest árlega.
ISO 14001 - Alþjóðlegur umhverfisstjórnunarstaðall
OR samstæðan hefur innleitt umhverfisstjórnunarkerfi sem tekur á öllum þáttum umhverfismála hjá samstæðunni. Kerfið er vottað af faggiltum úttektaraðilum og er virkni þess staðfest árlega.
ISO 27001 - Alþjóðlegur staðall um stjórnun upplýsingaöryggis
OR samstæðan hefur innleitt stjórnunarkerfi vegna upplýsingaöryggis sem tekur á öllum þáttum starfsemi samstæðunnar. Upplýsingaöryggisstjórnunarkerfið er vottað af faggiltum úttektaraðilum og er virkni þess staðfest árlega.
ISO 45001- Alþjóðlegur staðall um stjórnun heilbrigðis og öryggis á vinnustað
Með stjórnunarkerfinu er tekið á málefnum er varða vinnuöryggi og heilsuvernd. Kerfið er vottað af faggiltum úttektaraðilum og er virkni þess staðfest árlega.
HACCP/GÁMES - Alþjóðlegt matvælaeftirlitskerfi
Veitur, dótturfélag OR, er stærsta matvælafyrirtæki landsins, þar sem neysluvatnsframleiðslan þar og hjá Orku náttúrunnar er skilgreind sem matvælaframleiðsla. Kerfin eru viðurkennd af heilbrigðiseftirlitum viðkomandi sveitarfélaga.
ÍST 85 - Íslenskur staðall um jafnlaunakerfi
Hjá OR samstæðunni hefur verið innleitt lögbundið jafnlaunakerfi sem vottað er af faggiltum úttektaraðilum og er virkni þess staðfest árlega. OR hefur jafnframt heimild Jafnlaunastofu til að nota Jafnlaunamerkið 2018-2021.
Rafmagnsöryggisstjórnunarkerfi
Rafmagnsöryggisstjórnunarkerfi eru lögbundin öryggiskerfi sem allar rafveitur verða að hafa til að mega starfa. Sitt hvort kerfið er fyrir Veitur og Orku náttúrunnar. Kerfin eru vottuð af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og er virkni þeirra staðfest árlega af faggiltri skoðunarstofu.
Innra eftirlitskerfi sölumæla
Stjórnunarkerfið er lögbundið stjórnunarkerfi til umsýslu með löggildingu sölumæla og er vottað af Neytendastofu. Kerfið tryggir að sölumælar uppfylli þær kröfur og sæti því mælifræðilega eftirliti sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og þeim reglum sem þær vísa til. Virkni kerfisins er staðfest árlega af faggiltri skoðunarstofu.