Heimsmarkmiðin

Í samræmi við leiðbeiningar Sameinuðu þjóðanna og íslenskra stjórnvalda hefur Orkuveitan forgangsraðað Heimsmarkmiðunum og leggur sérstaka áherslu á sex þeirra í starfsemi samstæðunnar.

Markmiðunum var raðað þannig að haldnar voru vinnustofur með ytri og innri hagsmunaaðilum þar sem þátttakendur röðuðu Heimsmarkmiðunum hvorttveggja eftir því hvar Orkuveitan gæti haft jákvæð áhrif á framgang markmiðanna og hvar hætta kynni að vera á að starfsemin hindraði framganginn. Stjórn Orkuveitunnar tók mið af niðurstöðu vinnustofanna og við samþykkt Sjálfbærnistefnu Orkuveitunnar var ákveðið að áherslumarkmið samstæðu Orkuveitunnar yrðu sex.

Reglubundin rýni stjórnar Orkuveitunnar á öllum sameiginlegum stefnuskjölum samstæðunnar tekur mið af þessu.

Áherslur dótturfyrirtækja

Stjórnir allra dótturfyrirtækjanna innan Orkuveitunnar hafa tekið afstöðu til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með tilliti til starfssviðs hvers fyrirtækis og undirmarkmiða hvers Heimsmarkmiðs.

Orka náttúrunnar

5 Jafnrétti kynjanna

7 Sjálfbær orka

9 Nýsköpun og uppbygging

11 Sjálfbærar borgir og samfélög

12 Ábyrg neysla og framleiðsla

13 Aðgerðir í loftslagsmálum

Carbfix

3 Heilsa og vellíðan

5 Jafnrétti kynjanna

9 Nýsköpun og uppbygging

13 Aðgerðir í loftslagsmálum

17 Samvinna um markmiðin

Veitur

5 Jafnrétti kynjanna

6 Hreint vatn og salernisaðstaða

7 Sjálfbær orka

9 Nýsköpun og uppbygging

11 Sjálfbærar borgir og samfélög

12 Ábyrg neysla og framleiðsla

13 Aðgerðir í loftslagsmálum

14 Líf í vatni

Ljósleiðarinn

5 Jafnrétti kynjanna

9 Nýsköpun og uppbygging

11 Sjálfbærar borgir og samfélög

13 Aðgerðir í loftslagsmálum