Í samræmi við leiðbeiningar Sameinuðu þjóðanna og íslenskra stjórnvalda hefur Orkuveitan forgangsraðað Heimsmarkmiðunum og leggur sérstaka áherslu á sex þeirra í starfsemi samstæðunnar.
Markmiðunum var raðað þannig að haldnar voru vinnustofur með ytri og innri hagsmunaaðilum þar sem þátttakendur röðuðu Heimsmarkmiðunum hvorttveggja eftir því hvar Orkuveitan gæti haft jákvæð áhrif á framgang markmiðanna og hvar hætta kynni að vera á að starfsemin hindraði framganginn. Stjórn Orkuveitunnar tók mið af niðurstöðu vinnustofanna og við samþykkt Sjálfbærnistefnu Orkuveitunnar var ákveðið að áherslumarkmið samstæðu Orkuveitunnar yrðu sex.
Reglubundin rýni stjórnar Orkuveitunnar á öllum sameiginlegum stefnuskjölum samstæðunnar tekur mið af þessu.
Stjórnir allra dótturfyrirtækjanna innan Orkuveitunnar hafa tekið afstöðu til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna með tilliti til starfssviðs hvers fyrirtækis og undirmarkmiða hvers Heimsmarkmiðs.
5 Jafnrétti kynjanna
7 Sjálfbær orka
9 Nýsköpun og uppbygging
11 Sjálfbærar borgir og samfélög
12 Ábyrg neysla og framleiðsla
13 Aðgerðir í loftslagsmálum
3 Heilsa og vellíðan
5 Jafnrétti kynjanna
9 Nýsköpun og uppbygging
13 Aðgerðir í loftslagsmálum
17 Samvinna um markmiðin
5 Jafnrétti kynjanna
6 Hreint vatn og salernisaðstaða
7 Sjálfbær orka
9 Nýsköpun og uppbygging
11 Sjálfbærar borgir og samfélög
12 Ábyrg neysla og framleiðsla
13 Aðgerðir í loftslagsmálum
14 Líf í vatni
5 Jafnrétti kynjanna
9 Nýsköpun og uppbygging
11 Sjálfbærar borgir og samfélög
13 Aðgerðir í loftslagsmálum