Hengilssvæðið

Hengilssvæðið er fjalllendi milli Suðurlandsvegar og Þingvallavatns, frá Mosfellsheiði austur að Grafningsfjöllum. Á svæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn.

Norðurljós á Nesjavöllum

Svæðið er kjörið til útivistar allan ársins hring. Orkuveitan hefur unnið markvisst að því að búa í haginn fyrir útivistarfólk með neti merktra leiða, upplýsingatöflum, gönguskála og útgáfu gönguleiðakorts allt frá árinu 1990. Í dag rekur Orkuveitan samtals 130 km af merktum leiðum í náttúruparadísinni sem Hengillinn er. Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitunnar, rekur tvær jarðvarmavirkjanir við jaðar Hengilsins, Hellisheiðavirkjun sunnan við og Nesjavallavirkjun norðan við, þar jarðhitinn undir Henglinum er nýttur í framleiðslu á heitu vatni og raforku.

Áhugaverðar gönguleiðir á Hengilssvæðinu og nágrenni