Orkuveitan

Orkuveitan er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix. Við styðjum vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar.

Við erum aflvaki  D HD.jpg

Í framtíðarsýn og stefnu fyrirtækisins er lögð áhersla á sjálfbærni, nýsköpun, samstarf og framtíðarhugsun með hag viðskiptavina og samfélagsins að leiðarljósi.

Með því að nýta orku náttúrunnar, skapandi orku mannlífsins og frumkvöðlaorku starfseminnar skipar Orkuveitan sér í fremstu röð við að knýja áfram samfélög með sjálfbærum hætti. Við njótum öll ávinningsins.

Framtíðarsýn

Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar.

Hlutverk

Orkuveitan styður vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu.

Stefnuáherslur

Stefnuhringur með skýringum.png

Aukið framboð og sjálfbærar lausnir

Nýtum orkuna úr náttúrunni

  • Aukin orkuframleiðsla
  • Ábyrg auðlindanýting
  • Öflug veitukerfi
  • Kolefnishlutleysi

Nýsköpun og öflugt samstarf

Tengjumst skapandi orku úr mannlífinu

  • Virðisaukandi lausnir
  • Kvik og hröð innleiðing
  • Árangursríkt samstarf

Árangursmiðuð liðsheild og ábyrgur rekstur

Mögnum okkar eigin frumkvöðlaorku

  • Fjölbreytt liðsheild
  • Skilvirk og snjöll
  • Traustur rekstur
  • Framsýn forysta

Fyrir viðskiptavininn

Veitum orkunni til viðskiptavina

  • Ánægðir viðskiptavinir
  • Snjöll og örugg þjónusta
  • Fjölbreytt viðskipti

Stefnuáherslur Orkuveitunnar á pdf-formi.

Gildin okkar

Gildi lárétt.png

  • Frumkvæði endurspeglar skuldbindingu okkar til að knýja fram jákvæðar breytingar.
  • Framsýni snýr einkum að hlutverki Orkuveitunnar þar sem veiturekstur er í eðli sínu viðfangsefni til afar langs tíma og þarfir íbúanna fyrir þjónustu veitufyrirtækja úreldast ekki.
  • Hagsýni er boðorð hagkvæms reksturs frá degi til dags þannig að viðskiptavinir fái skilgreinda þjónustu á sanngjörnu verði.
  • Heiðarleiki snýr að því hvernig starfsfólk kemur fram við viðskiptavini og hvert við annað, hvernig það starfar og tryggir gegnsæi í rekstrinum.

Dótturfélög