Samþættar Ársskýrslur Orkuveitunnar eru jafnframt sjálfbærniskýrslur fyrirtækjanna í samstæðunni. Skýrslurnar eru áritaðar af forstjóra og stjórn og gefnar út samhliða ársreikningi. Óháð skoðunarfólk staðfestir upplýsingarnar í Ársskýrslunum og áritar þær.
Á vefjum fyrirtækjanna innan Orkuveitunnar er jafnframt að finna ýmsar upplýsingar um umhverfismál, fjármál og starfsmannamál sem uppfærðar eru oftar en árlega.