Iðnir & tækni er samstarfsverkefni Orkuveitunnar og Árbæjarskóla.
Ungmenni sækja valáfanga sem hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Öll fyrirtæki samstæðunnar taka þátt í verkefninu og í kennara- og undirbúningshópnum eru um 40 starfsmenn.