Neyðarskipulag hjá Orkuveitunni þjónar þeim tilgangi að búa fyrirtækið og dótturfyrirtækin undir að takast á við neyðartilvik með skipulegum og markvissum hætti til að:
Neyðarskipulagið tekur til alls fyrirtækisins, allrar starfsemi þess og allra starfsmanna. Það lýsir ábyrgðar-, vald- og verkaskiptingu, boðleiðum, viðbrögðum og aðstoð í neyðartilviki.
Forstjóri Orkuveitunnar er formaður Neyðarstjórnar. Í henni eru einnig framkvæmdastjórar Veitna, Orku náttúrunnar og Ljósleiðarans auk umhverfisstjóra og öryggisstjóra. Með Neyðarstjórn starfa einnig forstöðumaður stjórnstöðvar og upplýsingafulltrúi.