Stjórnendur og stjórn

Stjórn Orkuveitunnar
Skipurit
Starfslýsing forstjóra

Stjórnendur Orkuveitunnar

Forstjóri

DSC05216-2UV.jpg

Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Orkuveitunnar. Sævar hefur meðal annars starfað sem forstjóri Símans, 365 miðla og nú síðast sem bæjarstjóri á Akranesi. Þar sem Akraneskaupstaður er einn eigenda Orkuveitunnar, hefur Sævar Freyr haft hlutverki að gegna gagnvart fyrirtækinu, sem bæjarstjóri. Hann hefur meðal annars stutt við framgang Carbfix og nýtt reynslu sína og bakgrunn í verkefnum tengdum Ljósleiðaranum.

Sævar er með cand.oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands með áherslu á markaðsmál. Starfsreynsla Sævars telur hátt í þrjátíu ár og hefur hann verið stjórnandi nær allan þann tíma. Hann starfaði hjá Símanum í 18 ár og þar af sjö ár sem forstjóri á afar erfiðum tímum í íslensku samfélagi. Hann var forstjóri 365 miðla í þrjú ár en frá árinu 2017 hefur hann gegnt stöðu bæjarstjóra í heimabæ sínum Akranesi.

Framkvæmdastjórar í móðurfélagi

Rannsóknir og nýsköpun

Hera Grímsdóttir

Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar, er með meist­ara­gráðu í bygg­ing­ar­verk­fræði með áherslu á fram­kvæmd­ir og ákvörðun­ar­töku sem og með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík. Frá 2018 hef­ur hún verið for­seti iðn- og tækni­fræðideild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík en var áður sviðsstjóri bygg­ing­ar­sviðs við tækni- og verk­fræðideild skól­ans. Hera hef­ur mikla reynslu af stjórn­un og verk­efn­is­stjórn­un í flókn­um verk­efn­um. Hún starfaði áður hjá verk­fræðistof­unni EFLU, fyrst á orku­sviði og síðar fram­kvæmda­sviði. Árin 2011 til 2015 stýrði hún alþjóðleg­um há­tækni­verk­efn­um hjá stoðtækja­fram­leiðand­an­um Öss­uri.

Hera Grímsdóttir (mynd í fullri upplausn)

Fjármál

Snorri Þorkelsson Vef-00244.jpg
Snorri H. Þorkelsson framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitunni.

Snorri Hafsteinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri fjármála, býr yfir mikilli alþjóðlegri reynslu og kemur til Orkuveitunnar frá Baader á Íslandi og Skaganum 3X. Þar áður starfaði hann í rúman áratug sem fjármálastjóri hjá Marel á Íslandi og síðar sem fjármálastjóri fiskiðnaðar hjá Marel. Einnig var Snorri fjármálastjóri Dohop í fjögur ár. Snorri útskrifaðist með BSc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005 og MAcc í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla tveimur árum síðar.

Mannauður og tækni

ellen.jpg

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni, er með Diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og hefur starfað í mannauðsmálum frá árinu 2006. Fyrst sem mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Símans og frá 2017 sem mannauðleiðtogi hjá Orkuveitunni. Ellen hefur komið að ýmsu er snýr að mannauðsmálum hjá Orkuveitunni og hefur m.a. verið bakhjarl stjórnenda við framkvæmd mannauðsstefnu og svokallaður vaxtarsproti (growth agent) og kyndilberi breytinga sem hefur það markmið að skapa virði fyrir viðskiptavini, starfsfólk og rekstur Orkuveitunnar.

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir (mynd í fullri upplausn)

Framkvæmdastjórar dótturfélaga

Veitur

Sólrún Kristjánsdóttir

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1998 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2004. Hún hóf störf hjá Starfsmannamálum Orkuveitunnar árið 2004, hafði umsjón með starfsþróunarmálum frá árinu 2006 og mannauðsstjóri frá árinu 2012. Áður starfaði Sólrún við kennslu og sem ráðgjafi á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga.

Sólrún Kristjánsdóttir (mynd í fullri upplausn)

Ljósleiðarinn

Einar Þórarinsson

Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans, er með B.Sc. gráðu í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Einar hefur m.a. starfað sem forstöðumaður rekstrar og upplýsingaöryggis hjá Vodafone auk þess sem hann leiddi upplýsingatæknimál félagsins. Þá var hann forstöðumaður þjónustu hjá Advania og síðar framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála. Einar starfaði áður hjá heilsutæknifyrirtækinu Sidekick Health þar sem hann bar ábyrgð á vörumótun og þróun miðlægs hluta tæknilausnarinnar, ásamt því að leiða skipulagningu á tæknilegum rekstri og innviðum.

Orka náttúrunnar

Árni Hrannar Haraldsson

Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, bjó í Sviss frá árinu 2011 og hefur starfað sem framkvæmdastjóri og borið ábyrgð á aðfangakeðju MSPharma sem er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi víða um heim. Þá hefur Árni Hrannar einnig gegnt lykilhlutverkum hjá Xantis Pharma í Sviss, Actavis og 66° Norður. Árni Hrannar hefur mikla reynslu sem yfirmaður í markaðsleiðandi fyrirtækjum bæði innanlands og á alþjóðamarkaði. Hann hefur haft fjölþætt mannaforráð og borið ábyrgð á umfangsmiklum rekstri. t.d. innkaupum, framleiðslu og stýringu á flóknum aðfangakeðjum.

Hann lauk B.Sc. námi í efnafræði frá Háskóla Íslands árið 1997 og M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU) árið 2000.

Árni Hrannar Haraldsson (mynd í fullri upplausn)

Carbfix

Edda Sif Pind Aradóttir

Edda Sif Pind Aradóttir er framkvæmdastýra Carbfix og kolefnisfargari. Hún er efnaverkfræðingur og lauk doktorsnámi frá HÍ árið 2011. Edda starfaði áður sem forstöðumaður nýsköpunar og framtíðarsýnar á Rannsókna- og nýsköpunarsviði Orkuveitunnar og var verkefnisstýra Carbfix loftslagsverkefnisins frá árinu 2011. Í störfum sínum fyrir Orkuveituna leiddi Edda m.a. stefnumótandi verkefni hvað varðar sjálfbæra auðlindanýtingu til framtíðar auk þess sem hún stýrði stórum alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum styrktum af rammaáætlun ESB um orku- og loftslagsmál.

Edda hefur unnið ötullega að miðlun upplýsinga um kolefnisförgun sem mótvægisaðgerð við loftslagsvána, m.a. í mörgum útbreiddustu fjölmiðlum heims og á stefnumótandi viðburðum þjóðarleiðtoga. Edda hóf störf hjá Orkuveitunni árið 2003.

Edda Sif Pind Aradóttir (mynd í fullri upplausn)

Stjórnendur sérfræðisviða

Undir forstjóra Orkuveitunnar heyra tveir stjórnendur sérfræðisviða, sem starfa með öllum einingum Orkuveitunnar.

Samskipti

brekil.jpg

Breki Logason, Samskiptastjóri Orkuveitunnar, útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum þar sem hann starfaði sem blaða- og fréttamaður auk þess sem hann var fréttastjóri Stöðvar 2. Hann hefur einnig starfað í auglýsingageiranum, sem ráðgjafi í heilbrigðisráðuneytinu og sem framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Your Day Tours sem hann stofnaði árið 2015.

Breki Logason (mynd í fullri upplausn)

Lög, lendur og áhætta

Elín Smáradóttir

Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur Orkuveitunnar, útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1994 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Hún starfaði hjá Skipulagsstofnun á árunum 1994-2003 og síðan hjá Orkustofnun til ársins 2008 þegar hún gekk til liðs við Orkuveituna.

Elín Smáradóttir (mynd í fullri upplausn)