Sjálfbærnistefna

Heimsmarkmið - sjálfbærnistefna OR

Sjálfbærnistefna OR

Sjálfbærnistefnan er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að sýna umhverfinu, auðlindum og samfélagi virðingu. Í því skyni eru viðhafðir vandaðir stjórnarhættir, sem miða að stöðugum umbótum. Stefnan er grundvöllur farsælla ákvarðana og góðs samstarfs sem byggist á gegnsæi í upplýsingagjöf. OR kallar eftir skoðunum hagsmunaaðila á því hvort starfsemi samstæðunnar sé sjálfbær og bregst við ábendingum með ábyrgum hætti. Sjálfbærnistefnan byggir á gildum OR – hagsýni, framsýni og heiðarleika – og er sett fram til samræmis við leiðarljós eigendastefnu fyrirtækisins.

Sjálfbærnistefnan er sett fram með eftirfarandi áherslum sem fylgt er eftir með skilgreiningu þýðingarmikilla sjálfbærniþátta. Móðurfélagið veitir faglegan stuðning og mótar sjálfbærnimarkmið fyrir samstæðuna í heild.

Loftslag og loftslagsáhætta

OR stefnir á kolefnishlutleysi eigin starfsemi árið 2030 og einnig vegna aðfangakeðju starfseminnar árið 2040. Þannig minnkar kolefnisspor samfélagsins alls.

Jafnframt er viðnámsþróttur samfélagsins efldur með aðlögun þjónustukerfanna að loftslagsbreytingum.

Hvert fyrirtæki vinnur eftir eigin markmiðum og stýrir sinni loftslagstengdu áhættu.

Ábyrg auðlindastýring

OR er falin mikil ábyrgð á þeim auðlindum sem hún nýtir. Ábyrg nýting felst í því að komandi kynslóðir búi við samsvarandi tækifæri og núlifandi kynslóðir til að nýta auðlindirnar og að unnt sé að staðfesta að þannig sé að verki staðið. OR skuldbindur sig til þess að leita farsælla lausna þar sem auðlindanýting í almannaþágu er vegin og metin í samhengi við aðra hagsmuni, þar með talinn líffræðilegan fjölbreytileika. OR mun verja auðlindirnar fyrir hættum og ágengni, vegna þeirrar ábyrgðar sem fyrirtækinu er falin.

Lífsgæði í samfélaginu

OR gerir sér grein fyrir því að þjónusta samstæðunnar er undirstaða lífsgæða í samfélaginu. Aðgangur að veitum OR stuðlar að heilnæmum lífsskilyrðum fólks og tækifærum til umhverfisvænnar starfsemi. Hnökralaus þjónusta samstæðunnar, á sanngjörnu verði, er því lykilatriði.

Minni losun og bætt nýting

Við starfsemi OR losna efni og orka út í umhverfið. OR gætir fyllstu varúðar í starfsemi sinni og stefnir að sporléttri vinnslu og starfsemi. Losun fer því aðeins fram að áhrif á heilsu séu hverfandi og áhrif á umhverfi viðunandi og minnkandi. OR dregur úr losun mengandi efna eins og kostur er og leggur áherslu á rannsóknir og þróun til að geta nýtt bestu mögulegu lausnir þar sem hringrásarhugsun er í forgangi.

Góður samfélagsþegn

OR er stórt fyrirtæki á landsvísu sem býr að þekkingu, reynslu og sögu. OR miðlar þekkingu og beitir áhrifum í virðiskeðjunni þar sem hvatt er til ábyrgrar umgengni við umhverfið, ábyrgrar neysluhegðunar og jákvæðra áhrifa á mannréttindi. OR nýtir stöðu sína og þekkingu til nýsköpunar og framþróunar sem nýtist starfsemi samstæðunnar.

Dagleg starfsemi

Sem stórt og áberandi fyrirtæki skiptir máli að OR sé góð fyrirmynd. Rekstur OR byggir á góðri nýtingu aðfanga, vönduðum vinnubrögðum og gæðum framleiðslu og þjónustu. OR stuðlar að menningu þar sem virðing ríkir í samskiptum milli starfsfólks og samskiptum þess við aðra.

OR hlítir öllum ákvæðum laga og reglugerða sem um starfsemina gilda.

Þýðingarmiklir sjálfbærniþættir

OR hefur skilgreint eftirfarandi sjálfbærniþætti sem þýðingarmikla með hliðsjón af þeim meginreglum sem fram koma í sjálfbærnistefnunni. OR setur sér markmið um þessa þætti og skilgreinir ábyrgð:

Loftslag og loftslagsáhætta:

  • Losun og losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda eftir umfangi 1, 2 og 3 og binding gróðurhúsalofttegunda.
  • Viðnámsþol gagnvart loftslagsbreytingum

Ábyrg auðlindastýring:

  • Stýring vinnslu á háhitasvæðum
  • Stýring vinnslu á lághitasvæðum
  • Lífríki, líffræðilegur fjölbreytileiki og landnýting á eignarlandi og athafnasvæðum
  • Verndun neysluvatns

Lífsgæði í samfélaginu

  • Öryggi veitukerfa
  • Verð á sérleyfisþjónustu

Minni losun og bætt nýting

  • Aðgangur að fjölbreyttri notkun efnis- og orkustrauma, þar með talin nýting fráveituúrgangs
  • Losun jarðhitavatns og eftirlit með grunnvatni
  • Losun frárennslis frá hreinsistöðvum og um yfirföll

Góður samfélagsþegn:

  • Öflun og miðlun þekkingar m.a. til nýsköpunar
  • Miðlun neytendaþekkingar
  • Veittir og mótteknir styrkir til vísinda og þróunar
  • Sjálfbær innkaup
  • Orkuskipti í samgöngum og öðru
  • Afstaða almennings til vörumerkja samstæðunnar

Dagleg starfsemi:

  • Úrgangur
  • Mannvirki og umgengni
  • Efnanotkun
  • Ánægja starfsfólks

Reykjavik Energy’s Sustainability Strategy

The sustainability strategy is the commitment of Reykjavík Energy (Orkuveita Reykjavíkur; OR) to show respect for the environment, resources, and society. To that end, elaborate governance practices are in place for continuous improvement. The policy is the basis for successful decisions and good cooperation based on transparency in information provision. OR calls for stakeholders' views on whether the group's activities are sustainable, and responds to suggestions responsibly. The sustainability strategy is based on the values of OR – foresight, efficiency and integrity – and is presented in accordance with the guiding vision of the company's ownership strategy.

The sustainability strategy is set out with the following principles and further elaborated through definition of significant sustainability aspects. The parent company provides professional support and formulates the group's sustainability goals.

Climate and climate risk

OR aims for carbon neutrality of its operations by 2030, and net-zero emissions also for its supply chain by 2040. This way, the carbon footprint of society as a whole is reduced.

At the same time, society’s resilience is enhanced by adapting the utility systems to climate change. Each subsidiary works according to its own climate goals and manages its respective climate-related risks.

Responsible resource management

OR is entrusted with great responsibility for the resources it utilizes. Responsible utilization means that future generations will have corresponding opportunities as current ones, and that it can be confirmed that this is the case. OR is committed to seeking successful solutions where resource utilization in the public interest is weighed and evaluated in the context of other interests, including biological diversity. OR will protect the resources from threats and intrusion, due to the responsibility assigned to the company.

Quality of life

OR is aware that its services are foundations for quality of life in society. Access to its utilities contributes to healthy living conditions for people and creates opportunities for environmentally friendly activities. The group's continuous service, reasonably priced, is therefore imperative.

Reduced emissions and improved utilization

OR operations entail the release of materials and energy into the environment. OR takes utmost precautions in its operations and aims to reduce the emissions related to its processing and operations. Emissions only take place if their impact on health is negligible, and the impact on the environment is acceptable and decreasing. OR reduces its release of pollution as much as possible and focuses on research and development to use the best possible solutions available, keeping the circular economy as a priority.

A good member of society

OR is a large company in terms of Iceland and its workforce encompasses extensive knowledge, experience, and history.

OR shares knowledge and exerts influence in the value chain, where responsible interaction with the environment, responsible consumption behaviour, and positive effects on human rights are encouraged. OR uses its position and knowledge for innovation and development that benefits the group's operations.

Daily operations

As a large and prominent company, it is important that OR is exemplary. OR's operation is based on the good use of resources, discipled work practices, and the high quality of its production and services. OR promotes a culture of respect between its employees, and in their relations with others.

OR complies with all provisions of laws and regulations that apply to its activities.

Significant sustainability aspects

Reykjavík Energy (OR) defines the following aspects of sustainability as significant, in light of the principles stated in the sustainability strategy. OR sets goals for these sustainability aspects and defines responsibilities:

Climate and climate risk

* Emissions and emission intensity of greenhouse gases according to scope 1, 2 and 3, and sequestration of greenhouse gases.

* Resilience to climate change

Responsible resource management:

* Managing production in high temperature fields

* Managing production in low temperature fields

* Biota, biological diversity, and land use on OR’s property and activity areas

* Conservation of potable water resources

Quality of life

* Security of utility systems

* Price of licensed services

Reduced emissions and improved utilization

* Access to the diverse use of materials and energy flows, including the utilization of sewage waste

* Discharge of geothermal water and monitoring of groundwater

* Discharge of wastewater from sewage treatment plants and of drainage through overflows

A good member of society:

* Acquisition and dissemination of knowledge, i.a. for innovation

* Dissemination of knowledge on responsible consumer behaviour

* Grants awarded and received for science and development

* Sustainable procurement

* Energy shift in transport and other areas

* The public's opinion toward OR’s brands

Daily operations:

* Waste

* Infrastructure and maintenance

* Use of hazardous substances

* Employee satisfaction