Orkuveita Reykjavíkur (OR), Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, or@or.is er ábyrgðaraðili vöktunar sem á sér stað með gæslumyndavélum á og við starfsstöðvar fyrirtækisins. Tilgangur vöktunarinnar er í öryggis- og eignavörsluskyni og fer hún fram til að gæta lögmætra hagsmuna OR m.t.t öryggis- og eignavörslu.
Unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra. Allt myndefni er aðgengilegt OR sem hefur umsjón með framkvæmd vöktunarinnar. Þess er gætt að aðgengi sé takmarkað við það starfsfólk sem þarf á því að halda starfs síns vegna. Því skal þó haldið til haga að efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur jafnframt verið afhent lögreglu. Þá kann að koma til þess að myndefni verði afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls.
OR er einnig ábyrgt fyrir ökuritum sem settir eru í bifreiðar félagsins en tilgangur þeirra er í öryggis- og eignavörsluskyni, til að tryggja vinnuhagræðu og skilvirkni í rekstri og til að tryggja að góður og öruggur akstur styðji við ásýnd og ímynd félagsins út á við.
Myndefni og upplýsingar úr ökuritum sem verða til við vöktun er varðveitt í 30 daga og er síðan eytt. Efni kann þó að vera varðveitt lengur sé það nauðsynlegt til að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt.
OR bendir á að þau sem sæta vöktun gæslumyndavéla og eða í ökuritum eiga rétt á að fá aðgang og eða afrit af efninu svo lengi sem réttindi annarra koma ekki í veg fyrir það. Að öðru leyti fer um réttindi skv. III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla GDPR. Til að tryggja skjóta og rétta afgreiðslu er mælst til þess að beiðni um aðgang og eða afrit af efni sé send á netfangið beidniumupplysingar@or.is
Þau sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þau telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum. Sjá personuvernd.is.
Persónuverndarfulltrúi OR er Hörður Helgi Helgason, lögmaður á Landslögum, Borgartúni 26, 105 Reykjavík. Sími 520-2900, personuverndarfulltrui@or.is.
Að öðru leyti fer um vinnslu persónuupplýsinga samkvæmt stefnu OR um upplýsingaöryggi og persónuvernd.