Í dag var haldinn aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur vegna ársins 2016. Á fundinum voru lagðar fram viðhengdar skýrslur; Ársskýrsla OR 2016 og Umhverfisskýrsla OR 2017 auk ársreiknings 2016, sem birtur var 7. mars síðastliðinn.
Kjöri stjórnar var lýst á fundinum. Í henni sitja Brynhildur Davíðsdóttir, sem er formaður stjórnar, Gylfi Magnússon, varaformaður, Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Rakel Óskarsdóttir. Áheyrnarfulltrúi er Björn Bjarki Þorsteinsson. Samþykkt var arðgreiðsla að fjárhæð 750 milljónir króna að því gefnu að arðgreiðsluskilyrði verði uppfyllt fyrir og eftir arðgreiðslu.