Fjármögnun OR 2018 samþykkt af stjórn

18. des 2017

Orkuveitan

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á stjórnarfundi í dag, 18. desember 2017, heimild til fjármögnunar í formi lántöku eða útgáfu skuldabréfa og víxla á árinu 2018 sem nemur allt að 15 milljörðum króna.

Heimild til skuldabréfa- og víxlaútgáfu fellur undir ramma OR sem stofnaður var utan um fjármögnun á íslenskum fjármálamarkaði á árinu 2016.

Þetta er í samræmi við samþykkta fjárhagsspá OR, sem birt var í Kauphöll 20. október 2017.