OR semur við Evrópska fjárfestingabankann

7. jún 2016

Orkuveitan

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að semja við Evrópska fjárfestingabankann um lántöku að fjárhæð 70 milljónir evra, sem svarar til um 10 milljarða króna. Lánið er á afar hagstæðum kjörum og er tekið í samræmi við fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur.

Fjárhagur OR hefur eflst talsvert síðustu ár. Aðhald og aðrar aðgerðir í rekstri hafa skilað þeim árangri að fyrirtækinu er nú kleift að fjármagna fjárfestingar og styrkja lausafjárstöðu í samræmi við áætlanir OR og dótturfélaganna með erlendu láni á hagstæðum kjörum. Gert er ráð fyrir að dregið verði á lánsfjárhæðina á næstu þremur árum. Lánið er til 15 ára.

Í samræmi við áhættustefnu OR bauð fyrirtækið einnig út skuldabréf í íslenskum krónum á dögunum.

Samþykkt stjórnar OR er gerð með fyrirvara um staðfestingu eigenda OR.