Fitch Ratings gefur út skýrslu um fjárhag OR

24. sep 2015

Orkuveitan

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur gefið út skýrslu fyrirtækisins um grundvöll lánshæfismats þess á Orkuveitu Reykjavíkur. Skýrslan er til upplýsingar fyrir fjármálamarkaðinn en í henni er ekki gefin út ný einkunn.

Í febrúar síðastliðnum gaf Fitch Ratings OR einkunnina BB- með stöðugum horfum. Grunneinkunn Orkuveitunnar í matinu er tveimur þrepum hærri en hún fékk frá lánshæfisfyrirtækinu Moody‘s í desember 2014.

Næstu einkunnar OR hjá Fitch Ratings er að vænta í haust en skýrslan, sem nú er gefin út, miðast við hálfsársuppgjör samstæðu OR, sem birt var 24. ágúst 2015.

Niðurstöður skýrslu Fitch Ratings