OR stofnar útgáfuramma skuldabréfa og víxla

26. okt 2016

Orkuveitan

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt stofnun útgáfuramma skuldabréfa og víxla að andvirði allt að 50 milljörðum króna útistandandi á hverjum tíma. Útgáfuáætlun félagsins nemur allt að 16 milljörðum á tímabilinu frá 24. október 2016 til ársloka 2017, en fjármögnun getur þó hvort heldur er verið með útgáfu skuldabréfa eða víxla eða í formi bankalána. Framangreint er í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.