Stækkun verðbréfalána til viðskiptavaka

4. sep 2020

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur í gildi samninga um viðskiptavakt með skuldabréf útgefin í skuldabréfaflokkum OR; OR180255 GB, OR020934 GB og OR090546 við Arion Banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankann hf. og Kviku Banka hf., sbr. fyrri fréttatilkynningar um viðskiptavakt.

OR hyggst nú gera viðauka við téða samninga þess efnis að hækka heimildir viðskiptavaka til tímabundinna verðbréfalána úr 60 m.kr. í 120 m.kr. Samningsbreytingin tekur gildi þann 4. september 2020. Til að standa við framangreindar samningsskuldbindingar um verðbréfalán í tengslum við áðurnefnda viðskiptavakt mun OR stækka hvern flokk um 80 m. kr. að nafnvirði.

Heildarstærð flokkanna eftir stækkun vegna verðbréfalána er eftirfarandi; OR180255 GB 20.131.000.000 kr. að nafnvirði, OR020934 GB 5.295.000.000 kr. að nafnvirði og OR090546 20.021.243.199 kr. að nafnvirði.