Kynning á fjárhagsstöðu OR

17. feb 2016

Orkuveitan

Í tilefni fyrirhugaðs skuldabréfaútboðs Orkuveitu Reykjavíkur (OR), sem tilkynnt var um í apríl 2015, munu starfsmenn OR á næstunni eiga kynningarfundi með hugsanlegum fjárfestum.

Arion banki mun hafa umsjón með útboðinu og er það áformað eftir að OR hefur birt ársreikning fyrir 2015 og Fjármálaskýrslu fyrir sama ár, sbr. fjárhagsdagatal.

Á fundunum er lögð fram viðhengd kynning sem meðal annars inniheldur samantekt á fjárhagsstöðu OR.

Fjárfestakynning OR - febrúar 2016