Traustur rekstur Orkuveitu Reykjavíkur

26. maí 2020

Orkuveitan

Rekstur Orkuveitu Reykjavíkur gekk vel á fyrsta fjórðungi ársins, rekstrarhagnaður tímabilsins nam 5,5 milljörðum króna en vegna óhagfelldra áhrifa ytri áhrifaþátta er heildarniðurstaða reksturs tímabilsins neikvæð um 2,6 milljarða króna. Orkuveita Reykjavíkur er vel í stakk búin til að takast á við þessa óhagfelldu áhrifaþætti, lausafjárstaða er traust en í lok fyrsta ársfjórðungs var lausafjárstaða fyrirtækisins rúmir 23 milljarðar króna.

Miklar fjárfestingar

Í takti við uppbyggingu á helstu þjónustusvæðum fyrirtækisins voru fjárfestingar með mesta móti á fyrstu þremur mánuðum ársins og námu alls 3,8 milljörðum króna. Helstu fjárfestingar tímabilsins tengjast uppbyggingu og viðhaldi veitukerfa – vatnsveitu, fráveitu, hitaveitu og rafveitu -, fjárfestingu í nýjum borholum á Hengilsvæðinu ásamt tengingum heimila í Árborg og Reykjanesbæ við Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur.

Yfirlit stjórnenda
2016 2017 2018 2019 2020
Fjárhæðir í milljónum króna
Rekstrartekjur 11.336 11.822 12.263 12.643 13.265
Rekstrarkostnaður (4.079) (4.138) (4.511) (4.717) (4.718)
EBITDA 7.257 7.685 7.752 7.926 8.547
Afskriftir (2.406) (2.384) (2.287) (2.829) (3.080)
Rekstrarhagnaður (EBIT) 4.850 5.301 5.464 5.097 5.466
Reiknaður tekjuskattur tímabilsins (432) (2.258) 1.028 (808) 3.462
Afkoma tímabilsins 2.535 6.039 390 3.869 (2.647)

Lykiltölur fjármála

Fleiri lykiltölur fjármála OR-samstæðunnar má sjá hér ásamt fjárhagslegum markmiðum sem unnið er að.