24. maí 2022
OrkuveitanÍsland heldur toppsæti sínu sem það Evrópuland þar sem hæst hlutfall heimila nýtir sér ljósleiðaratengingu til að uppfylla gagnaflutningsþörf heimilisins.
Þetta var kynnt á fundi í dag þar sem Fibre to the Home Council Europe kynnti stöðuna í álfunni miðað við september síðastliðinn.
Í skýrslunni, sem tekur mið af stöðunni í september 2021, nýttu 78,4% íslenskra heimila sér ljósleiðaratengingu. Í öðru sæti var Spánn með 68,4% nýtingu og í þriðja sæti Svíþjóð með 64,4% nýtingu.
Um 90% heimila á Ísland eru ljósleiðaratengd, þau heimili sem ekki hafa aðgang að ljósleiðara í dag eru nánast öll í þéttbýli á landsbyggðinni. Ljósleiðarinn leggur þúsund þráða landshring til að efla öryggi fjarskipta í landinu og tryggja landsmönnum hraðan, öruggan og hnökralausan aðgang að tækifærum framtíðarinnar.
Stefnum á fyrsta sætið á heimsvísu
„Það er virkilega gaman að sjá þennan gríðarlega góða árangur og hvað Íslendingar hafa verið duglegir að nýta sér ljósleiðara. Við skorum á alla sem eiga kost á ljósleiðara að færa sig yfir á hann.“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
„Það eru bara um 10% heimila sem eiga eftir að fá ljósleiðara í landinu. Við hlökkum til að ráðast í það verkefni í samvinnu við önnur innviðafyrirtæki. Við erum efst í Evrópu, klárum landið saman og komum Íslandi í fyrsta sæti á heimsvísu!“