Hljóðláta byltingin er að hefjast

7. jan 2021

Orkuveitan

Þriðjudaginn 12. janúar stendur Orkuveita Reykjavíkur fyrir rafrænum viðburði á Facebook þar sem fjallað verður um þá hröðu þróun sem er að eiga sér stað á rafbílamarkaði. Sérfræðingar munu fjalla um hljóðlátu byltinguna út frá ýmsum hliðum sem vonandi nýtast þeim fjölmörgu aðilum sem eru að hugsa um að kveðja brunabílinn og taka þátt í byltingunni.

Í lokin verður síðan Kahoot-spurningakeppni þar sem hægt verður að vinna afnot af Tesla Model 3 í einn mánuð frá Hertz og hleðslur með lykli frá ON í hálft ár.

Allt í beinni útsendingu á Facebooksíðu OR á slaginu 11:30.

Hafrún Þorvaldsdóttir, sérfræðingur hjá ON
Orkuskipti á Íslandi í þátíð og framtíð

Unni Berg, sérfræðingur hjá norska Rafbílasambandinu
Rafbílavæðingin í Noregi

Gunnar Dofri Ólafsson, stjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum
Orkuskipti borga sig

Eiríkur Hjálmarsson rafbílaeigandi og sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR stýrir fundinum.

Kahoot-Spurningakeppni

Í lok fundar verður Kahoot-spurningakeppni þar sem þemað verður auðvitað rafbílar og orkuskiptin. Í verðlaun eru afnot af Tesla Model 3 í einn mánuð frá Hertz ásamt hleðslum með lykli frá ON í hálft ár.

Leiðbeiningar um hvernig þú tekur þátt eru að finna á Facebooksíðu OR.

Hlökkum til að skjá þig!

OR

Skilmálar

1. Almennt:

Leikurinn fór fram 12. janúar. Vinningshafi verður tilkynntur innan 2 vikna frá þeim tíma liðnum.

Vinningshafinn er sá sem flest stig hlýtur í Kahoot spurningaleik OR í tengslum við viðburðinn Hljóðláta byltingin. Þátttökuleiðbeiningar koma frá á viðburðinum á Facebooksíðu OR. Sá sem flest stig hlýtur í Kahoot appinu eð avefnum fær í lok leiksins skilaboð um að hann/hún hafi unnið og þarf viðkomandi að taka skjáskot af vinningstilkynningunni og senda á OR til að vitja vinningsins. OR áskilur sér rétt til að breyta eða hætta við leikinn ef nauðsyn krefur. Það er á ábyrgð þátttakenda að fylgjast með öllum mögulegum breytingum á leiknum og að ná að taka skjáskot áður en það rennur út eða breytist. Ef ekkert skjáskot berst OR verður vinningshafinn fundinn með því að draga einn aðila að handahófi úr hópi þeirra sem skráðu sig á viðburðinn Hljóðláta byltingin.

2. Reglur um þátttöku:

Fyrirtæki, samtök og starfsmenn OR samstæðunnar mega ekki taka þátt.

OR tekur enga ábyrgð á þátttöku skilaboðum sem skila sér ekki, eru ekki fullgild eða tapast af einhverjum ástæðum.

3. Verðlaunin:

Afnot af Tesla bifreið í mánuð ásamt hleðslulykli frá ON.

4. Val á vinningshafa:

Vinningshafi Kahoot leiksins tekur skjáskot og sendir á brekil@or.is

Haft verður samband við vinningshafa eigi síðar en 26. janúar 2021. Ef vinningshafi svarar ekki tölvupóstum eða símtölum OR innan þriggja daga frá þvi fyrst er reynt að hafa samband verður annar vinningshafi dreginn út.

Vinningshafi verður að sýna lögleg skilríki eða sanna ótvíræð deili á sér og að hann sé eigandi þess samfélagsmiðlaaðgangs eða tölvupóstfangs sem notað var til þátttökunnar til að fá vinninginn afhentan.

Ef í ljós kemur að vinningshafi uppfyllir ekki skilyrði leiksins, fær hann/hún ekki verðlaunin og annar vinningshafi verður valinn í staðinn.

Vinningshafi samþykkir með þátttöku sinni að nafn hans og persóna birtist á vinningstilkynningum og markaðsefni því tengdu.

Ef upp kemur vafaatriði varðandi hvaða einstaklingur á rétt á verðlaununum fær réttmætur eigandi samfélagsmiðlaaðgangsins eða tölvupóstfangsins sem notað var til þátttöku verðlaunin.

OR áskilur sér rétt til að skipta verðlaununum út fyrir önnur verðlaun sem hljóða upp á sama eða meira verðmæti ef verðlaunin reynast af einhverjum ástæðum ófáanleg. Vinningshafi á ekki kost á að skipta verðlaununum út fyrir aðra vöru eða þjónustu, reiðufé eða úthluta þeim öðrum. Sé ekki farið eftir þessum skilyrðum eða í þeim tilfellum sem ekki er hægt að afhenda verðlaunin/tilkynningu um verðlaun eða ef vinningshafi reynist ekki gjaldgengur eða reynist ekki hafa farið eftir þessum skilmálum, hefur viðkomandi vinningshafi fyrirgert verðlaununum og verður verðlaunum úthlutað öðrum.

5. Birting og takmörkun ábyrgðar:

Með þátttöku sinni í þessum leik afsala þátttakendur sér rétti til og samþykkja að draga OR, dótturfélög, systurfélög, leyfisveitendur, auglýsinga- og kynningarfélög þess, ekki til ábyrgðar vegna nokkurra réttinda, krafa og málsástæðna sem geta komið upp vegna nokkurrar skaðabótaskyldu sem tengist nokkru máli, ástæðu eða hlut, þar með talið en takmarkast þó ekki við líkamlegt tjón, tap eða skaða hvort sem um er að ræða bætur, skaðabætur vegna tjóns/óbeins tjóns einstaklings, þ.m.t. dauða, og/eða eignar, sem til kemur að hluta eða í heilu lagi, beint eða óbeint vegna móttöku viðkomandi, eignarhaldi á, notkunar eða misnotkunar á nokkurri þeirri vöru sem fæst vegna vinninga eða þátttöku viðkomandi í þessum leik eða nokkurri starfsemi sem tengist vinningum. Með því að taka við verðlaunum samþykkir vinningshafi að OR megi nota nafn vinningshafa, ljósmynd og/eða upplýsingar um verðlaunin í auglýsingum, kynningum eða annarri kynningarstarfsemi og að OR megi nota yfirlýsingar vinningshafa varðandi OR, tengd eða skyld fyrirtæki eða þennan leik og veitir OR og tengdum eða skyldum fyrirtækjum öll réttindi varðandi tilgreinda notkun án frekari fyrirvara og/eða greiðslna nema þar sem íslensk lög kveða á um annað.

6. Gagnavernd:

OR hefur aðgang að þeim upplýsingum sem þú veitir með þátttöku í leiknum.

OR mun ekki veita þriðja aðila upplýsingar um þig nema tilneytt af íslenskum dómstól.

7. Deilumál:

Með því að taka þátt í leiknum samþykkja þátttakendur 1) að allar deilur, kröfur og forsendur til málsóknar sem tengjast leiknum eða verðlaunum verði útkljáðar af einstaklingum, án þess að til hópmálsóknar komi; 2) að allar kröfur, dómar eða bætur takmarkist við útlagaðan kostnað sem stofnað var til, þ.m.t. kostnað sem tengist þátttöku í leiknum en í engum tilfellum lögfræðikostnað; og 3) að ekki undir neinum kringumstæðum verði þátttakendum heimilt að fara frá á, og þátttakendur afsala sér hér með öllum rétti til að fara fram á refsikenndar bætur vegna tilfallandi kostnaðar, skaðabóta vegna tjóns/óbeins tjóns og öllum rétti til að krefjast skaðabóta eða annarra bóta sem samsvara öðru en útlögðum kostnaði. Í öllum málum og spurningum er varða skipulagningu, lögmæti, túlkun og fullnustuhæfi þessara skilmála eða réttindi og skyldur þátttakenda, OR eða tengdra aðila í tengslum við leikinn skal fara eftir íslenskum lögum. Rísi mál út frá þessum leik eða í tengslum við þessa skilmála skal það aðeins rekið fyrir íslenskum dómstólum. Sé eitthvað ákvæði þessara skilmála dæmt ógilt eða ekki fullnustuhæft hefur það ekki áhrif á gildi eða fullnustuhæfi annarra ákveða skilmálanna.

8. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, Ísland

Leikurinn er háður íslenskum lögum og reglugerðum. Birt með fyrirvara um villur.