Portúgalski forsætisráðherrann í Hellisheiðarvirkjun

16. maí 2023

Orkuveitan
Heimsókn forsætisráðherra Portúgals í Hellisheiðarvirkjun
© Jóhanna Rakel

Góðir gestir komu í Hellisheiðarvirkjun mánudaginn 15. maí þegar portúgalski forsætisráðherrann, António Costa, mætti þangað ásamt fylgdarliði. Forsætisráðherrann var staddur hér á landi í tilefni Leiðtogafundar Evrópuráðsins og var tækifærið nýtt til að skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf Orkustofnunar á Íslandi og Orkustofnunar Portúgals.

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar tók á móti hópnum í Hellisheiðarvirkjun og bauð hann velkominn. Þá kynnti hann Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra til leiks sem hélt stutta tölu. Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar OR fór svo í stuttu máli yfir sögu jarðvarmanýtingar og Edda Aradóttir forstjóri Carbfix sagði frá starfsemi fyrirtækisins. Heimsóknin endaði með því að hópurinn fór yfir í starfsstöð Carbfix.

Jóhanna Rakel tók meðfylgjandi myndir á meðan heimsókninni stóð.