OR úthlutar hátt í hundrað milljónum til vísindarannsókna

7. okt 2022

Orkuveitan
Hér má sjá styrkþega eða fulltrúa þeirra ásamt stjórn sjóðsins.
© Einar Örn Jónsson

Fyrsta úthlutun úr Vísindasjóði OR, VOR, fór fram í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í gær. Hátt í hundrað milljónum var úthlutað til 17 verkefna. Brynhildur Davíðsdóttir formaður stjórnar OR sagði við þetta tilefni að OR samstæðan reiði sig mikið á vísinda- og rannsóknarstörf sem fram fari utan fyrirtækisins sem og uppeldi háskólanna á vísindafólki framtíðarinnar.

Hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur er að tryggja og auka lífsgæði til framtíðar með því að framleiða rafmagn og nýta alla auðlindastrauma því tengdu sem best. Að veita aðgengi að heitu og köldu vatni auk fráveitu. Með Carbfix að vinna á loftslagsvandanum og með Ljósleiðaranum að veita aðgengi að alnetinu.

Öflugt rannsóknarstarf OR

Þetta gerum við allt með samfélagsábyrgð og Heimsmarkmið SÞ að leiðarljósi þar sem sérstök áhersla er lögð á 5 Heimsmarkmið en þau eru: Sjálfbær orka, Jafnrétti kynjanna, Hreint vatn og hreinsætisaðstaða, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Innan Orkuveitu Reykjavíkur fer fram gríðarlega öflugt rannsóknarstarf sem gerir okkur kleift að nýta auðlindirnar betur. Að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga á kerfin okkar. Að auka þátttöku í hringrásarhagkerfinu. Að draga úr umhverfisáhrifum um alla virðiskeðjuna sem og átta okkur betur á því hvernig við gerum samstæðuna eftirsóknarverðan vinnustað fyrir alla.

„En samstæðan svo sannarlega reiðir sig einnig á vísindi og rannsóknarstarf sem fer fram utan fyrirtækisins sem og uppeldi háskólanna á vísindafólki framtíðarinnar. Og það er einmitt vegna þessa sem Stjórn OR ákvað að stofna nýjan rannsóknarsjóð, sem fékk nafnið VOR, eða Vísindasjóður OR og var ákveðið að fjármagna hann fyrsta árið með 100 miljón króna framlagi,“ sagði Brynhildur í opnunarávarpi styrkveitingarinnar í gær.

Um vísindasjóðinn VOR

Stjórn VOR skipa auk Brynhildar stjórnarformanns þau Bjarni Bjarnason forstjóri OR og fyrrum rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir.

Tilgangur og markmið sjóðsins er þríþætt:

  • Að styðja við framtíðarsýn OR sem er að auka lífsgæði með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
  • Að stuðla og styrkja rannsóknir á starfssviði OR með sérstakri áherslu á þau heimsmarkmið sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu OR.
  • Að styrkja rannsóknir meistara og doktorsnema sem tengjast starfssviði og áherslum OR.

Meðhöndlun umsókna sem berast sjóðnum er í höndum fagráðs sem samanstendur af fimm sérfræðingum auk formanns. Formaðurinn er Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR en aðrir fagráðsmeðlimir eru Arndís Ósk Arnalds frá Vegagerðinni, Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands, Hlynur Stefánsson frá Háskólanum í Reykjavík, Þröstur Olaf Sigurjónsson frá Háskóla Íslands og Sóley Tómasdóttir frá Just Consulting. Með fagráðinu starfaði síðan fjöldi matsmanna auk starfsmanns sjóðsins henni Halldóru Guðmundsdóttur.

Í ár bárust sjóðnum 49 styrkumsóknir fyrir tæplega 610 miljónum króna. Eftir matsferlið var niðurstaðan sú að 17 verkefni hljóta styrk í ár. Af þessum 17 eru 9 námsstyrkir sem fara í að fjármagna meistara og doktorsnema og 8 eru verkefnastyrkir. Kynjaskipting er nokkuð jöfn en 9 verkefnanna er stýrt af konum og 8 af körlum.

Eftirfarandi aðilar hlutu styrki í ár:

Ágúst Arnórsson - The implementation of economic environmental valuation in official policy making
Brynhildur Sörensen - Location of Wind Farms in Iceland: Legal Obstacles and Challenges
Eyjólfur Ingi Ásgeirsson - Development of Iceland-TIMES for the analysis of the Icelandic energy system
Gerosion ehf. - Samsett Varnarfóðring fyrir Háhita- og Djúpborunarholur
Haukur Darri Hauksson - Blöndun á Nesjavöllum
Kevin Joseph Dillman - An Icelandic assessment of energy sufficiency for intergenerational sustainability
Kristín Heba Gísladóttir - Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskylna á Íslandi: Byrði umönnunartímabils frá 12 mánaða til 12 ára
Lára Jóhannsdóttir - Sjálfbær viðskiptalíkön og hringrásarhagkerfi
Lilja Steinunn Jónsdóttir - Large-Eddy Simulations of Foehn in the Rhine Valley
Már Másson - Marine Biopolymers for sustainable and environmentally friendly batteries and electronics - BioEl
María J. Gunnarsdóttir - Micropollutants in drinking and wastewater in Reykjavík
María Sigríður Guðjónsdóttir - GeoEjector: life extension of weak geothermal wells
Ólafur Arnalds - Jarðvegur, mold og íslensk náttúra
Sigurður Björnsson - Optimal Use of Geothermal Resources and Complementaries between Geothermal and Hydropower
Sigurður Grétar Sigmarsson - Mat á hreinsivirkni blágrænna ofanvatnslausna á Íslandi og vernd vatnsgæða í Tjörninni í Reykjavík
Svava Dögg Jónsdóttir - Sexual harassment and violence in the workplace among Icelandic women: The SAGA cohort
Tarek Zaqout - Catchment-scale Hydrological Benefits of SUDS